fbpx
karen gegn Val vefur

Magnaður sigur í FRAMhúsi í dag.

Stelpurnar okkar mættu Hlíðarenda stelpum í öðrum leik liðanna í úrslitum Íslandsmótsins í FRAMhúsi í dag.  Virkilega flott stemming í húsinu, gríðarlega vel mætt, sumarið komið.
Við pínu upp við vegg og þurftum nauðsynlega á sigri að halda ef við ætlum okkur titilinn.
Leikurinn byrjaði ágætlega, við ekki alveg á fullu að mér fannst og ljóst að þetta yrði alvöru leikur.  Andstæðingurinn með frumkvæðið í leiknum lengst af en við náðum að komast yfir um miðjan hálfleikinn. Staðan eftir 15 mín. 8-6.
Við héldum svo frumkvæðinu út hálfleikinn en leikurinn algjörlega í járnum, mikil barátta í báðum liðum og leikurinn hin mesta skemmtun.  Staðan í hálfleik 13-12
Virkilega skemmtilegur hálfleikur og  mikið stuð á pöllunum.  Ég hafði það á tilfinningunni að þessi leikur gæti endað í framlengingu.
Við byrjuðum vel að mér fannst, héldum áfram að keyra leikinn áfram og óhræddar að sækja.  Varnarlega vorum við fínar en það vantar enn upp á að klára varnarleikinn til enda.  Andstæðingurinn kominn í þrot, hendin uppi og þá missum við einbeytinguna og mark í andlitið. Þetta þurfum við laga, myndi breyta miklu fyrir okkur, getum lagað þetta, snýst um aga og einbeytingu.  En hvað um það, við náðum að halda forrustunni í 2-3 mörkum en gríðarleg spenna í leiknum.  Staðan eftir 45 mín. 20-18.
Þetta var bara háspenna lífshætta næstu 10 mín. eða svo. Munurinn að mestu 1-2 mörk og allt gat gerst.  En við náðum loks að höggva á hnútinn og kláruðum þennan leik þegar um 4 mín. voru eftir virkilega vel klárað og flottur sigur staðreynd.  Lokatölur í dag 28-22.
Lokatölurnar gefa ekki rétta mynd af leiknum en við sýndum styrk að klára þennan leik sannfærandi.
Margir að spila mun betur en í síðasta leik, Karen sýndi sitt rétta andlit, Ragnheiður góð, Sigurbjörg, Steinunn og Þórey flottar. Þurfum að fá meira framlag frá Hildi, veit að Guðrún getur betur en flott undir lokin.  Allir okkar leikmenn lögðu í púkkið og gott að fá Huldu og Elvu Þóru inn í liðið.  Virkilega góður sigur, allt jafnt aftur og spennan bara að aukast. Þetta verður eitthvað!
Það verður því allt á suðupunkti á mánudag þegar við mætum í leik þrjú að Hlíðarenda.
Hvet alla FRAMara til að ná í eitthvað blátt, mæta á leikinn og hvetja stelpurnar til sigurs.
Vel gert stelpur og sjáumst á mánudag.

Gleðilegt sumar

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!