fbpx
Vefur

Mihajlo Jakimoski og Frederico Saraiva komnir með leikheimild fyrir leikinn gegn GG

 

 

 

 

 

 

 

Við FRAMarar fengu í dag leikheimild fyrir tvo af okkar erlendu leikmönnum sem munu spila fyrir okkur í sumar og er það mikið fagnaðarefni fyrir okkur FRAMara.

Það var sem sagt klárt í dag að Mihajlo Jakimoski og Frederico Saraiva verða í leikmannahópi FRAM á morgun og mjög sennilega fáum við að sjá þessa nýju leikmenn inni á vellinum.

Frederico Saraiva eða Fred er sóknarmaður og Mihajlo Jakimoski leikur á kantinu eða miðjusvæðinu.
Það verður því spennandi að sjá hvað þeir gera á morgun gegn GG.

Leikurinn á morgun er gegn GG frá Grindavík og hefst kl. 14:00 á FRAMvelli í Safamýri.

Hvetjum FRAMara til að fjölmenna á völlinn.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!