Við FRAMarar fengu í dag leikheimild fyrir tvo af okkar erlendu leikmönnum sem munu spila fyrir okkur í sumar og er það mikið fagnaðarefni fyrir okkur FRAMara.
Það var sem sagt klárt í dag að Mihajlo Jakimoski og Frederico Saraiva verða í leikmannahópi FRAM á morgun og mjög sennilega fáum við að sjá þessa nýju leikmenn inni á vellinum.
Frederico Saraiva eða Fred er sóknarmaður og Mihajlo Jakimoski leikur á kantinu eða miðjusvæðinu.
Það verður því spennandi að sjá hvað þeir gera á morgun gegn GG.
Leikurinn á morgun er gegn GG frá Grindavík og hefst kl. 14:00 á FRAMvelli í Safamýri.
Hvetjum FRAMara til að fjölmenna á völlinn.
ÁFRAM FRAM