fbpx
Steinunn gegn Val vefur

Frábær FRAM sigur í úrslitum Olísdeildar kvenna

Það var bullandi spenna fyrir leik þrjú í rimmunni við Val í úrslitum Olísdeildar kvenna í kvöld.  Leikurinn gríðarlega mikilvægur því liðið sem sigrar tekur frumkvæðið í seríunni og þar með komið í ákveðna lykilstöðu.  Það var vel mætt á leikinn, hefði auðvitað viljað sjá fleiri en við vorum samt miklu fleiri en heimaliðið og stuðningur okkar fólks til fyrirmyndar að venju. Vel gert FRAMarar.
Við byrjuðum leikinn af krafti ljóst að við ætlum ekki að slá af og keyrðum upp hraðann strax í upphafi.  Guðrún frábær í byrjun varði 3 eða fjóra góða bolta á fyrstu fimm mín. leiksins sem gaf okkur mikið búst. Varnarleikur byrjaði vel og útlitið bara gott.  Svona leikir eru hinsvegar 60 mín. og fljótir að snúast. Staðan eftir 15 mín. 4-9. Frábær byrjun á leik.
Leikurinn jafnasti svo aðeins við misstum aðeins taktinn, gerðum nokkra tæknifeila og sóknarleikurinn gekk ekki eins vel og í byrjun. Við fengum á okkur þrjú mörk í röð og bullandi spenna í húsinu.  Við náðum svo að loka á  þær varnarlega undir lokin og spiluðum gríðarlega vel út hálfleikinn. Staðan í hálfleik 10-16.
Vel spilaður hálfleikur af okkar hálfu, margir leikmenn að skila sínu og bara bullandi stemming í okkar liði.  Samt ljóst að við gætum ekkert slakað á, yrðum að byrja síðari hálfleik vel og setja þar með mikla pressu á andstæðinginn.

Við byrjuðum ágætlega, samt ekki alveg sami kraftur og áræðni í okkur, héldum í horfinu sem var mjög mikilvægt.  Andstæðingurinn að spila 7 á 6 sem við vorum ekki að ná að leysa, krefst mikillar vinnu varnarlega en skilaði líka auðveldum mörkum fyrir okkur.  Staðan eftir 45 mín 19-24.
Við að fá full mikið af mörkum á okkur þessar fyrstu 15 mín. eitthvað sem við þurftum að laga. Okkur gekk vel að skora og því kom þetta ekki svo mikið að sök.  Lokakaflinn var svo spennandi. Við hættum að sækja af krafti og þá verður sóknarleikurinn alltaf vandræðalegur og ómarkviss.  Við ætluðum að lengja okkar sóknir og hægja aðeins á leiknum sem var skynsamlegt en gerðum það bara ekki nógu vel.  En við erum með góða leikmenn sem stigu upp og náðu að leysa málin.  Lokatölur 25-29.

Í heildina flottur leikur hjá okkar stelpum, fyrri hálfleikur mjög góður og náðum að leysa þann síðari nokkurð vel. Margir að spila vel í þessum leik, mun minna af mistökum en í fyrri leikjunum sem auðveldar okkur lífið.  Mér fannst enginn algjörlega úti í þessum leik, Guðrún og Steinunn gríðarlega flottar í fyrri hálfleik, þurfum aðeins meira framlag frá Hildi en allir að skila sínu og góð stemming í liðinu.  Í heildina frábær sigur á erfiðum útivelli.
Næsti leikur verður á heimavelli á fimmtudag, þar er möguleiki á því að lyfta bikarnum en til að það verði að veruleika þurfa allir FRAMarar að mæta á leikinn og hreinlega rífa þakið af húsinu.
Ég hreinlega skora á FRAMara að hefja afmælisvikuna okkar með því að mæta í FRAMhúsið á fimmtudag og allir í bláu.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!