fbpx
heiðursfélagar vefur

FRAMarar til hamingju með 110 árin.

Við FRAMarar héldum í dag og í gærkveldi upp á 110 ára afmæli FRAM.
Í gær var afmæliðhátíð í veislusal FRAM þar sem FRAMarar á öllum aldri  gerðu sér glaðan dag og veittar voru heiðursviðurkenningar FRAM.

Í dag var svo hið hefðbundna afmæliskaffi FRAM þar sem öllum félagsmönnum var boðið í afmæliskaffi í veislusalnum, veitt voru heiðursmerki sérsambanda og skemmtiatriði fyrir börnin í íþróttasalnum.
Það var vel mætt á þessa viðburði, rúmlega 180 FRAMarar mættu í veisluna í gær og fleiri bættust við þegar líða tók á kvöldið.

Í dag áætlum við að á milli 3-400 manns hafi komið í kaffi til okkar og var þétt setið á löngum köflum.
Krakkarnir skemmtu sér vel í salnum og þeir eldri spjölluðu fyrir glæsilegum morgunmat og afmælisköku.

Knattspyrnufélagið FRAM þakkar fyrir daginn, til hamingju FRAMarar og takk fyrir komuna.

Jóhann G. Kristinsson tók mikið af myndum á afmælinu og er hægt að skoða þær hér http://frammyndir.123.is/pictures/

Knattspyrnufélagið FRAM

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!