fbpx
6. fl

Þriggja titla helgi hjá 6.fl. kvenna eldri, Íslandsmeistaratitill ásamt tveimur deildarmeistaratitlum!

Tvö lið úr 6.flokk kvenna eldri í Grafarholtinu fóru til Akureyrar um helgina og léku á Arion-banka-móti KA og Þórs á Akureyri.

Mikil spenna og tilhlökkun ríkti í hópnum fyrir mótinu. Lagt var af stað á föstudegi og ljóst var að hörku handboltahelgi var framundan. Fram GH1 gat tryggt sér Íslandsmeistarartitilinn með sigri á mótinu í 1.deild og Fram GH2 voru sigurstranglegar í 3.deild.

Bæði lið gerðu sér lítið fyrir og unnu alla sína leiki á mótinu. Fram GH1 stóðu því uppi sem deildarmeistarar og nældu sér þar með í Íslandsmeistaratitilinn 2018.
Fram GH2 stóðu einnig uppi sem deildarmeistarar en þær unnu sína deild með yfirburðum.

Því fóru allir glaðir og hlaðnir verðlaunapeningum heim á sunnudegi eftir vel heppnaða helgi. Glæsilegur árangur hjá þessum samheldna hóp stúlkna.
Ljóst er að mikil efni eru á leið upp í 5.flokk á næsta ári og gaman verður að fylgjast með þeim í framtíðinni.

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!