Stelpurnar okkar í 3. fl.kvenna léku í dag til úrslita á Íslandsmótinu í handbolta en úrslitadagur yngri flokka var leikinn í FRAMhúsi í dag. Sex úrslitaleikir yngriflokka leiknir í FRAMhúsi í dag sem byrjaði kl. 10:00 í morgun og lýkur um kl. 22:00. Flott umgjörð hjá unglingaráði FRAM sem hefur unnið gríðar gott starf í vetur sem er algjörlega til fyrirmyndar. Takk FRAMarar
Það gríðarlega vel mætt á þennan leik, sennilega fleiri á þessu leik en mörgum leikjum meistaraflokks liða í Olísdeildinni í vetur. FRAMarar í miklum meirihluta og flottur stuðningur á pöllunum.
Það var virkilega gaman að horfa á þennan leik, greinilegt að okkar stelpur ætluðu að vinna, það var bara þannig stemming í liðinu. En þetta var úrslitaleikur og andstæðingurinn alvöru lið.
Við byrjuðum vel, náðum forskoti en andstæðingurinn náði að jafna í 6-6, þá hreinlega kviknaði á okkur fyrir alvöru. Við skellum í lás varnarlega, Heiðrún flott og við mjötluðum inn mörkum. Hefðum sennilega átt að að vera meira yfir í hálfleik en ekki hægt að kvarta.
Staðan í hálfleik 13-6.
Það var því ljóst í hálfleik í hvað stemmdi nema að við myndum hætta að spila okkar leik. Mér fannst þetta algjörlega vera í okkar höndum.
Síðari hálfleikur byrjaði svo sem ekkert sérlega vel en við héldum í horfinu, misstum tvær stelpur af velli og þá náðu þær að minnka muninn en aldrei mikil hætta á ferðum. Staðan eftir 45 mín. 16-12.
Okkur ekki að gang sérlega vel sóknarlega en vörn og markvarsla í góðu lagi. Við vorum svo í smá basli með að skora áfram en gáfumst aldrei upp og það skilar sér alltaf að lokum. Við náðum að yfirvinna stirðan sóknarleik og uppskárum líka auðveld mörk eftir góða varnarleik. Komumst aftur yfir fjörgur eða fimm mörk og þá leit þetta aftur vel út.
Við vorum samt í basli það sem eftir lifði leiks en vorum svo sem aldrei á alvöru hættu og við kláruðum þennan leik nokkurð sannfærandi. Lokatölur 21-19.
FRAM stelpur Íslandsmeistarar í handbolta árið 2018 en auk þess Reykjavíkurmeistarar, deildarmeistarar og bikarmeistarar. Þær unnu sem sagt öll mót vetrarins og það er bara ekki hægt að gera betur. Algjörlega frábært.
Margir leikmenn að spila vel í dag, Heiðrún góð í markinu, Lena, Erna Gulla, Harpa María mjög góðar annars voru margar að leggja í púkkið sérlega varnarlega. Jónína Hlín gríðarlega flott varnarlega og þar vorum við miklu betra liðið í dag. Lena Margrét Valdimarsdóttir var svo valinn kona leiksins, frábær í dag.
Það er því ljóst að framtíðin er björt og kæmi mér ekki á óvart að þessar stelpur fái fleir tækifæri með meistaraflokki á næstu árum. Margar af þessum stelpum eru klárlega okkar framtíðar leikmenn. Þjálfarar FRAM eru Guðmundur Árni Sigfússon og Sigurgeir Jónsson.
Innilega til hamingju FRAMarar, Íslandsmeistarar FRAM 2018.
ÁFRAM FRAM 110 ára.
Myndir úr leiknum hér http://frammyndir.123.is/photoalbums/286132/