Formlegu vetrarstarfi taekwondo deildar Farm lauk á föstudaginn með beltaprófi deildarinnar. Ríflega tuttugu iðkendur á aldrinum 5-17 ára voru skráðir í próf en einhverjir forfölluðust og fá þeir tækifæri til að taka prófið síðar.
Í prófinu fengu iðkendur tækifæri til að sýna hvað þeir hafa lært á önninni og er óhætt að segja að frábær tilþrif voru sýnd í öllum þáttum íþróttarinnar, í tækni, skrefabardaga, sjálfsvörn, bardaga og brotum.
Það var því afar ánægjulegt að sjá þær miklu framfarir sem hafa átt sér stað á önninni og ljóst að mikil efni eru hér á ferð.
Stjórn taekwondo deildar Fram óskar þjálfurum og próftökum innilega til hamingju með frábært beltapróf og nýju beltin.
Stjórn TKD Fram