fbpx
Beltapróf 2018 vefur

Glæsilegt beltapróf Taekwondodeildar FRAM

Formlegu vetrarstarfi taekwondo deildar Farm lauk á föstudaginn með beltaprófi deildarinnar. Ríflega tuttugu iðkendur á aldrinum 5-17 ára voru skráðir í próf en einhverjir forfölluðust og fá þeir tækifæri til að taka prófið síðar.

Í prófinu fengu iðkendur tækifæri til að sýna hvað þeir hafa lært á önninni og er óhætt að segja að frábær tilþrif voru sýnd í öllum þáttum íþróttarinnar, í tækni, skrefabardaga, sjálfsvörn, bardaga og brotum.

Það var því afar ánægjulegt að sjá þær miklu framfarir sem hafa átt sér stað á önninni og ljóst að mikil efni eru hér á ferð.

Stjórn taekwondo deildar Fram óskar þjálfurum og próftökum innilega til hamingju með frábært beltapróf og nýju beltin.

Stjórn TKD Fram

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email