Guðmundur Þórður Guðmundsson þjálfari A-landsliðs karla í handknattleik hefur valið 30 manna hóp til undirbúnings fyrir leikina gegn Litháum í júní um laust sæti á HM á næsta ári.
Fyrri leikur við Litháa fer fram í Vilnius föstudaginn 8. júní og síðari leikurinn verður í Laugardalshöllinni miðvikudaginn 13. júní.
„Framundan er gríðarlega mikilvægt verkefni fyrir íslenska landsliðið þegar liðið mætir Litháen í tveimur umspilsleikjum um laust sæti á HM. Ég hef ákveðið að velja stóran og öflugan hóp fyrir verkefnið og hefjum við æfingar með hluta hópsins 23. maí,“ segir Guðmundur á vef HSÍ.
Við FRAMarar erum stoltir af því að eiga tvo fulltrúa í þessum landsliðshópi Íslands en þeir sem voru valdir frá FRAM að þessu sinni eru:
Viktor Gísli Hallgrímsson FRAM
Arnar Birkir Hálfdánsson FRAM
Gangi ykkur sem best.
ÁFRAM FRAM