fbpx
Viktor gegn Stjörnunni vefur

Arnar Birkir og Viktor Gísli valdir A landslið Íslands

Guðmund­ur Þórður Guðmunds­son þjálf­ari A-landsliðs karla í hand­knatt­leik hef­ur valið 30 manna hóp til und­ir­bún­ings fyr­ir leik­ina gegn Lit­há­um í júní um laust sæti á HM á næsta ári.

Fyrri leik­ur við Lit­háa fer fram í Vilnius föstu­dag­inn 8. júní og síðari leik­ur­inn verður í Laug­ar­dals­höll­inni miðviku­dag­inn 13. júní.

„Framund­an er gríðarlega mik­il­vægt verk­efni fyr­ir ís­lenska landsliðið þegar liðið mæt­ir Lit­há­en í tveim­ur um­spils­leikj­um um laust sæti á HM. Ég hef ákveðið að velja stór­an og öfl­ug­an hóp fyr­ir verk­efnið og hefj­um við æf­ing­ar með hluta hóps­ins 23. maí,“ seg­ir Guðmund­ur á vef HSÍ.

Við FRAMarar erum stoltir af því að eiga tvo fulltrúa í þessum landsliðshópi Íslands en þeir sem voru valdir frá FRAM að þessu sinni eru:

Vikt­or Gísli Hall­gríms­son                    FRAM
Arn­ar Birk­ir Hálf­dáns­son                     FRAM

Gangi ykkur sem best.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Karfa0
There are no products in the cart!
Halda áfram að versla
0