fbpx
20180515_151638

Helgi Guðjónsson semur við Fram

Framherjinn knái Helgi Guðjónsson hefur samið við Fram til tveggja ára eða út keppnistímabilið 2019.

Helgi sem fæddur er árið 1999 og því enn gjaldgengur í 2.flokki lék sinn fyrsta mótsleik með meistaraflokki Fram vorið 2016 og hefur alls leikið 56 leiki fyrir félagið og skorað í þeim 12 mörk. Auk þess hefur Borgfirðingurinn Helgi leikið 12 leiki fyrir yngri landslið Íslands og skorað í þeim 7 mörk.

Helgi lék vel á síðustu leiktíð og var í lok hennar valinn efnilegasti leikmaður Framliðsins. Hann hefur haldið uppteknum hætti á árinu 2018 og það sem af er hefur hann leikið 15 leiki og skorað 7 mörk. Það kom því fáum á óvart að hann hélt upp á nýja samninginn með því að skora fyrsta mark okkar Framara í sigrinum á Leiknismönnum í kvöld.

Helgi hefur alla tíð verið mikill markaskorari og knattspyrnudeild Fram bindur miklar vonir við hann á næstu árum. Það verður ánægjulegt að fylgjast með honum halda áfram að þroskast og þróa sinn leik í Frambúningnum.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!