fbpx
Æfing 2. fl.kv

Samstarf í 2. flokki kvenna

Knattspyrnufélagið FRAM, Ungmennafélagið Afturelding og Víkingur Ólafsvík hafa gert með sér samning um rekstur sameiginlegs keppnisliðs í Íslandsmóti og bikarkeppni 2.flokks kvenna keppnistímabilið 2018. Nafn sameiginlegs lið verður því Afturelding/Fram/Víkingur Ó hvorki meira né minna.

Í haust ákváðu Afturelding og Fram að fara af stað með 2.fl. kvenna en það var rökrétt framhald á samstarfi félaganna um 4, 3 og m.fl. kvenna. Strax var ljóst að á meðan verið væri að byggja upp flokkinn af leikmönnum úr þessum liðum gætum við lent í vandræðum með manna fullt lið auk þess að einhverjir leikmenn úr 2.fl. myndu eingöngu æfa og spila með m.fl.kvk. Við tókum því strax vel í bón frá Víkingi Ólafsvík um samstarf í  2.flokki  sumarið 2018.

Undirrtaður hefur verið samstarfssamningur milli félaganna og munu félögin æfa saman að hluta ásamt því að taka æfingar og æfingarhelgar bæði á höfuðborgarsvæðinu sem og í Ólafsvík.
Um helgina var svo fyrsta æfingahelgin í Úlfarsársdalnum þar sem stelpurnar frá Víking Ó komu til Reykjavíkur, stelpurnar kynntust hvor annari, tóku æfingar og gistu saman í húsinu okkar í dalnum. Æfingar gengur vel og sjáum við að um er að ræða flottar og efnilegar stelpur frá öllum félögum. Félögin munu skipta með sér heimaleikjum í sumar.

Þetta samstarf kallar á aukin ferðalög leikmanna og forráðamanna en á móti skapast einnig tækifæri fyrir leikmenn og þjálfara að gera spennandi hluti með leikmönnum.

Félögin binda miklar vonir við þetta samstarf og verður gaman að fylgjast með hópnum í sumar.

Knattspyrnudeild FRAM og Ungmennafélagið Afturelding

 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email