Varnarmaðurinn efnilegi Daníel Þór Bjarkason hefur gert nýjan samning til þriggja ára við knattspyrnudeild Fram. Hann er því samningsbundinn út keppnistímabilið 2020.
Daníel Þór sem fæddur er árið 1999 er uppalinn Framari úr Grafarholtinu. Hann steig sín fyrstu skref með meistaraflokki Fram í æfingaleikjum á nýliðnu undirbúningstímabili. Óhætt er að segja að Daníel Þór hafi gripið tækifærið. Hann hefur staðið sig afar vel og bætt sig með hverjum leiknum. Alls lék hann sjö mótsleiki á undirbúningstímabilinu auk þess að spila bikarleikinn gegn Ármanni í fyrstu umferð Mjólkurbikarsins. Daníel Þór hefur verið í leikmannahópi Fram í öllum öðrum leikjum á þessu tímabili án þess að koma við sögu enn sem komið er. Hann hefur því leikið átta leiki fyrir meistaraflokk Fram en ljóst að þeir eiga eftir að verða töluvert fleiri á næstu misserum.
Það er gleðiefni að Daníel hafi gert nýjan og verður spennandi að fylgjast með honum í Frambúningnum næstu árin.