fbpx
Sigurjón undirskrift 2018 vefur

Sigurjón Rafn gerir tveggja ára samning við FRAM

Handknattleiksdeild FRAM og Sigurjón Rafn Rögnvaldsson hafa skrifað undir tveggja ára samning.

Sigurjón Rafn er fæddur árið 2000, leikur sem línumaður og hefur alla sína tíð leikið með FRAM.

Þar með er það tryggt að Sigurjón æfi og leiki með FRAM næstu tvö árin hið minnsta.
Það er stefna deildarinnar að halda sem flestum okkar ungu efnilegu leikmönnum innan FRAM enda bindum við vonir við að þeir verði okkar framtíðar leikmenn.

Það verður því spennandi að fylgjast með Sigurjóni Rafni á næstu árum og vonandi sjáum við hann á stóra sviðinu innan tíðar.

Handknattleiksdeild FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!