Davíð Stefán Reynisson hefur framlengt samning sinn við FRAM til næstu tveggja ára. Davíð Stefán kom til FRAM frá Haukum haustið 2016 og hefur verið fastamaður í meistaraflokki FRAM síðan.
Davíð leikur í stöðu línumanns og hefur reynst okkur í FRAM vel á þeim tíma sem hann hefur verið hjá félaginu.
Við FRAMarar fögnum því að hafa tryggt okkur krafta Davíð Stefáns til næstu tveggja ára hið minnsta.
Handknattleiksdeild FRAM