Valinn hefur verið hópur leikmanna til að taka þátt í Hæfileikamótun KSÍ í Reykjavík.
Æfingin fer fram á Þróttaravelli í Laugardal föstudaginn 25.mai kl.15.00 ( mæting 14.30) undir stjórn Þorláks Árnasonar.
Við FRAMarar eru að sjálfsögðu stoltir af því að eiga fimm fulltrúa í þessum flotta hópi en þeir sem voru valdir frá FRAM að þessu sinni eru:
Anton Ari Bjarkarson FRAM
Birkir Jakob Jónsson FRAM
Sigmar Þór Baldvinsson FRAM
Stefán Hákonarson FRAM
Torfi Geir Halldórsson FRAM
Gangi ykkur vel.
ÁFRAM FRAM