fbpx
Toggi gegn Selfoss vefur

Þorgrímur Smári skrifar undir nýjan samning við FRAM

Handknattleiksdeild FRAM og Þorgrímur Smári Ólafsson hafa skrifað undir nýjan tveggja ára samning.  Samningurinn gildi því fyrir tvö næstu tímabil og erum við FRAMarar gríðarlega ánægðir með að hafa náð þessum samningi við Þorgrím Smára.

Þorgrímur Smári kom til félagsins núna um áramót á láni frá Aftureldingu. Áður hafði hann leikið í Noregi en þaðan fór hann frá okkur í FRAM eftir tímabilið 2015-2016.

Þorgrímur er fjölhæfur leikmaður sem getur leysta allar stöður úti á vellinum ásamt því að vera öflugur varnarmaður. Þorgrímur er góður félagsmaður og erum við FRAMarar heppnir að hafa hann í okkar röðum næstu tvö árin hið minnsta.

Handknattleiksdeild FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!