fbpx
FC Sápan

Vel heppnað minningarmót

Minningarmót Ásgeirs Elíassonar var haldið í Safamýrinni laugardaginn 12. maí. Margt var um manninn og einstaklega góð stemning. Veðrið lék við hvern sinn fingur, sólin skein en einstaka hitaskúr sá til þess að völlurinn var í toppstandi.

Tíu lið voru skráð til leiks og voru þau öll ákaflega vel skipuð. Meðal þáttakenda voru gamlir lærisveinar Ásgeirs bæði úr Fram og Þrótti auk þess sem að fyrrum fyrirliði Fram Auðun Helgason mætti til leiks með úrvalslið sitt sem skipað var gömlum landsliðskempum og margföldum Íslandsmeisturum.

Sigurvegarar mótsins voru FC Sápan. Liðið skipuðu Adrian Sabido, Bjarni Jónsson (fyrirliði), Björn Halldór Helgason, Guðmundur Auðunsson, Gunnar Jóhannesson, Ingi Gunnar Ingason, Ívar Björnsson, Jóhann Fannar „Dino“, Kristján Egill Karlsson og Pétur Björnsson.

FC Sápan fagnaði sigri eftir æsispennandi úrslitaleik sem lauk með vítaspyrnukeppni. FC Sápan mun því varðveita glæsilegan verðlaunagrip mótsins næsta árið.

Lið mótsins var valið af sérstakri dómnefnd sem skipuð var valinkunnum sparkspekingum. Í liði mótsins voru Ingi Gunnar Ingason, Birkir Kristinsson, Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson, Guðmundur Auðunsson, Ingvar Ólason, Auðun Helgason, Hermann Hreiðarsson, Heiðar Helguson og Eiður Smári Guðjohnsen.

Maður mótsins var valinn Guðmundur Auðunsson úr FC Sápan.

Að móti loknu var boðið upp á glæsilegan kvöldverð í veislusal Fram. Dagskrá kvöldsins var létt og skemmtileg. Veislustjórn var í höndum Þorsteins Joð og Stefán Pálsson hélt ræðu um Ásgeir af sinni einstöku snilld. Fyrrum leikmenn Ásgeirs stigu svo hver af öðrum í pontu og rifjuðu upp gamla og góða tíma og sögðu hverja söguna annarri betri.

Knattspyrnudeild Fram efndi til þessa móts til að heiðra minningu Ásgeirs Elíassonar á 110 ára afmæli félagsins. Það er ljóst að þetta er viðburður sem er kominn til að vera og verður gaman að sjá enn fleiri lið mæta til leiks að ári liðnu.

Hér að neðan má sjá fleiri myndir frá mótinu.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!