Við FRAMarar héldum á föstudag áttunda og síðasta súpufund vetrarins. Okkur telst til að það hafi verið rúmlega 50 menn og konur sem gæddu sér á þessari líka fínu súpu. Svakalega góð súpa í dag.
Það er alltaf gaman að sjá alla þessa FRAMarar á öllum aldri rifja upp gamla daga og ræða málefni dagsins. Létt yfir fólki enda komið sumar.
Þetta var eins og áður sagði síðasti fundur (vetrarins), við ætlum að taka þráðinn aftur upp í haust og næsti súpufundur verður föstudaginn 28. sept.
Við FRAMarar þökkum öllum þeim sem mættu á supufundina í vetur, það var vel mætt, fyrir það erum við mjög þakklát og hvað þessi uppákoma hefur heppnst vel.
Takk fyrir veturinn og sjáumst hress og kát í haust.
ÁFRAM FRAM