S.l. föstudag fór fram lokahóf HSÍ þar sem veittar voru viðurkenningar fyrir handboltaveturinn sem kláraðist fyrir stuttu.
Fram fékk þrjár viðurkenningar en ásamt því voru Framarar tilnefndir til verðlauna í nokkrum flokkum.
Viðurkenningar sem Fram hlaut voru þessar:
Markahæsti leikmaður Olís deildar kvenna 2018: Ragnheiður Júlíusdóttir – Fram með 147 mörk
Besti sóknarmaður Olís deildar kvenna 2018: Sigurbjörg Jóhannsdóttir – Fram
Besti markmaður Olís deildar kvenna 2018: Guðrún Ósk Maríasdóttir – Fram
Til hamingju með þetta.
Áfram Fram