fbpx
Rafal

Rafal Stefán Daníelsson semur við FRAM

Markvörðurinn ungi og efnilegi Rafal Stefán Daníelsson hefur skrifað undir sinn fyrsta samning við knattspyrnudeild Fram og gildir samningurinn til þriggja ára eða út keppnistímabilið 2020.

Rafal er 16 ára gamall, fæddur í nóvember 2001 og því á yngsta ári í 2.flokki.

Rafal er fæddur og uppalinn á Neskaupstað. Þar hóf hann sinn knattspyrnuferil með Fjarðabyggð. Eftir stutta viðkomu á Egilsstöðum flutti Rafal með fjölskyldu sinni til Reykjavíkur 12 ára gamall. Eftir að að hafa skoðað nokkur félög þá heillaðist hann af móttökunum sem hann fékk hjá Fram og þá sérstaklega þjálfurunum og ákvað að velja Fram. Síðan hefur hann verið gegnheill Framari.

Rafal hefur verið valinn í úrtakshópa fyrir yngri landslið Íslands og auk þess farið til æfinga hjá erlendum félagsliðum. Rafal var boðið að fara til Liverpool á reynslu í júlí 2017, hann fór svo aftur til þeirra í september ár sama og lék með U16 liði Liverpool á æfingamóti í Usti í Tékklandi. Þá hefur hann einnig farið til æfinga hjá ensku liðunum Everton og Accrington Stanley.

Á þessu keppnistímabili hefur Rafal varið mark 2.flokks Fram ásamt því að æfa með meistaraflokki félagsins. Rafal kom við sögu í nokkrum æfingaleikjum meistaraflokks Fram á undirbúningstímabilinu og hefur gegnt stöðu varamarkvarðar í leikjum liðsins í sumar.

Rafal er virkilega efnilegur markvörður sem knattspyrnudeild Fram bindur miklar vonir við til framtíðar.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!