Handknattleiksdeild Fram hefur á síðustu vikum verið að endurnýja samninga við yngri leikmenn meistaraflokks kvenna.
Gengið hefur verið frá nýjum samningum við eftirtalda leikmenn.
Lenu Margréti Valdimarsdóttir.
Lena Margrét er fædd árið 2000 og verður því 18 ára á þessu ári. Hún leikur í stöðu hægri skyttu og eða í hægra horni.
Ragnheiður Ósk Ingvarsdóttir.
Ragnheiður Ósk er fædd árið 1999 og verður því 19 ára á þessu ári. Hún leikur í stöðu vinstri skyttu og á miðju.
Svala Júlía Gunnarsdóttir.
Svala Júlía er fædd árið 1999 og verður því 19 ára á þessu ári. Hún leikur í stöðu línumanns ásamt því að vera öflugur varnarmaður
Erna Guðlaug Gunnarsdóttir.
Erna Guðlaug er fædd árið 2000 og verður því 18 ára á þessu ári. Hún hefur aðallega leikið í vinstra horni en hefur undanfarið fært sig meira yfir á miðjuna.
Þessir nýju samningar eru allir til tveggja ára.
Allt eru þetta stelpur sem eru uppaldar í Fram og hafa leikið þar upp yngri flokka. Þær léku allar stór hlutverk í 3. flokki kvenna s.l. vetur, en flokkurinn vann allt sem hægt var að vinna. Bikarmeistarar, deildarmeistarar og Íslandsmeistarar.
Þessar stelpur hafa allar meira og minna verið í yngri landsliðum Íslands í gegnum tíðina.
Það er mikilvægt fyrir Fram að geta alið upp sína leikmenn og vonandi byggt á þeim í framtíðinni.
Til hamingju með þetta stelpur og til hamingju með þetta Fram.