FRAM stúlkur verða á faraldsfæti í sumar með yngri landsliðum Íslands. U-20 keppir á Heimsmeistaramótinu í Ungverjalandi og U-18 keppir í Slóvakíu í júlí.
HSÍ mun birta heilsíðuauglýsingar fljótlega í helstu blöðum þar sem að birtast myndir af hópunum og styrktaraðilar þeirra koma fram.
Ykkur gefst kostur á að styðja við bakið á þessum frábæru FRAM stúlkum og fá auglýsingu í leiðinni. Birting á Logo kr. 35.000, styrktarlína 15.000. Einnig er öllum frjálst að styðja með/án birtingar með frjálsum framlögum.
Ykkar styrkur rennur óskiptur til FRAMstelpna. Ferðirnar eru mjög dýrar enda langt að fara og langur tími. Allur kostnaður er greiddur af keppendum sjálfum og eru þær mjög þakklátar fyrir hverja krónu sem safnast.
Áhugasamir hafið samband fyrir 15. júní hjá toti@fram.is
Svona leit auglýsingin út í fyrra þegar strákarnir áttu stórt sumar.
Handknattleiksdeild FRAM