fbpx
Berglind vefur

Handknattleiksdeild Fram hefur gengið frá samningum við tvo leikmenn í mfl. kvenna

Handknattleiksdeild Fram hefur gengið frá samningum við tvo nýja leikmenn um að leika með meistaraflokki kvenna næsta vetur.  Þessir leikmenn koma báðir úr Fjölni og eru þær Sara Sif Helgadóttir og Berglind Benediktsdóttir.

Sara Sif Helgadóttir

Sara Sif er fædd í júní 2000 og er því ný orðin 18 ára.  Sara Sif er markmaður og lék alls 16 leiki með meistaraflokki Fjölnis síðasta vetur í OLÍS deildinni. 

Sara Sif hefur átt sæti í yngri landsliðum Íslands og er nú í æfingahóp fyrir U 18 ára landsliðið.

Berglind Benediktsdóttir

Berglind er fædd í  desember 1998 og er því 19 ára.  Berglind er mjög fjölhæfur leikmaður og hefur leikið í öllum stöðum útileikmanna hjá Fjölni, það er vinstra megin, hægra megin og á miðju.  Berglind lék alls 21 leik með Fjölni síðasta vetur í OLÍS deildinni og skoraði í þeim 82 mörk.

Berglind hefur átt sæti í yngri landsliðum Íslands og er nú í U 20 ára landsliðinu sem er að fara á HM 2018 í Ungverjalandi í júlí.

Handknattleiksdeild Fram er sérstaklega ánægð með að hafa tryggt sér að þær leiki með Fram næstu tvö árin.

Velkomnar í Fram stelpur.

Áfram Fram

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!