fbpx
Ægir vefur

Bjarki Lárusson og Ægir Hrafn til liðs við FRAM

Handknattleiksdeild FRAM skrifaði í gær undir nýja samninga við tvo leikmenn sem  munu leika með FRAM næstu tvö árin hið minnsta.

Bjarki Lárusson hornamaður knái gengur til liðs við okkur FRAMarar frá Fjölni en hefur áður leikið með Aftureldingu.  Bjarki er fjölhæfur leikmaður sem getur leikið bæði í horni og sem leikstjórnandi sem mun án efa nýtast okkur vel í vetur.

Ægir Hrafn Jónsson línumaður og varnarmaður hefur einnig gert tveggja ára samning við FRAM en hann kemur til okkar frá Víkingi.  Ægir Hrafn þekkir vel til hjá FRAM en hann  lék stórt hlutverk með liðinu sem varð Íslandsmeistarar árið 2013.  Gríðarlega ánægjulegt að sjá Ægi aftur í FRAMtreyjunni.

Þorgrímur Smári gerði einnig á dögunum tveggja ára samning við deildina, hann spilaði með FRAM eftir áramót, þegar hann koma á láni frá Aftureldingu.

Það er mikill styrkur fyrir liðið að fá þessa þrjá frábæru leikmenn í FRAM og bjóðum við þá hjartanlega velkomna FRAM.

Handknattleiksdeild FRAM.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!