fbpx
bestu vefur

Ragnheiður og Arnar Birkir valinn best á lokahófi Handknattleiksdeildar

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það var mikið fjör á uppskeruhátíð Handknattleiksdeildar Fram í gær, gríðarlega vel mætt yfir 100 manns og kokkurinn fór á kostum.  Sissi sem er betur þekktur sem þjálfari í handbolta sýndi góða takta í eldhúsinu og gerði virkilega vel.
Eftir matinn var hefðbundin dagskrá.

Arnar Birkir Hálfdánsson og Valtýr Már Hákonarson fengu viðurkenningu fyrir 100 leiki með mfl.  Guðrún Þóra Hálfdánardóttir  fékk svo viðkenningu fyrir 300 leiki sem er glæsilegt.

Heiðrún Dís Magnúsdóttir og Viktor Gísli Hallgrímsson voru valinn efnilegust þetta árið og kemur ekkert sérstaklega á óvart nema fyrir það að þau eru bæði markverðir.

Mikilvægustu leikmenn í meistaraflokki þetta árið voru valinn þau Hildur Þorgeirsdóttir og Sigurður Örn Þorsteinsson, afar traustir leikmenn.

Að lokum voru Ragnheiður Júlíusdóttir  og Arnar Birkir Hálfdánsson valinn okkar bestu leikmenn. Þau léku bæði gríðarlega vel á liðnu tímabili og vel að þessu kominn.

Herbert Guðmundsson mætti svo á svæðið, reif upp stemminguna, þá var ekki aftur snúið  og dansað fram á nótt.

Virkilega vel heppnuð uppskeruhátið og vel að hennið staðið.

Við óskum verðlaunahöfum innilega til hamingju.

Handbolti er skemmtilegur, Áfram Fram.

Handknattleiksdeild FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!