Axel Stefánsson landsliðsþjálfari Íslands hefur valið 26 leikmenn sem koma saman til æfinga í lok júlí.
Hópurinn er að mestu skipaður leikmönnum úr íslensku deildinni en leikmenn úr U-20 ára landsliði kvenna fá frí í þessu verkefni þar sem liðið hefur þá nýlega lokið þátttöku liðsins á HM í Ungverjalandi.
Við FRAMarar erum stoltir af því að eiga fimm leikmenn í þessum æfingahópi Íslands en þær sem voru valdar frá FRAM að þessu sinni eru:
Ragnheiður Júlíusdóttir FRAM
Hulda Dagsdóttir FRAM
Karen Knútsdóttir FRAM
Þórey Rósa Stefánsdóttir FRAM
Steinunn Björnsdóttir FRAM
Gangi ykkur vel.
ÁFRAM FRAM