Handknattleiksdeild Fram getur með ánægju greint frá því að hafa gengið frá samningi við Unni Ómarsdóttur um það að leika með Fram næstu tvö keppnistímabil.
Unnur leikur í stöðu vinstri hornamanns.
Unnur kemur frá Gróttu þar sem hún hefur leikið undanfarin ár. Hún lék lítið síðasta vetur þar sem hún var að fjölga mannkyninu. Hún lék einungis sex leiki með Gróttu á síðasta tímabili og skoraði í þeim 25 mörk.
Unnur hefur verið í A landsliði Íslands undanfarin ár. Hún hefur leikið 29 leiki með landsliðinu og skorað í þeim 28 mörk.
Samningur Fram við Unni er til tveggja ára.
Velkomin til Fram Unnur.