Heimir Ríkarðsson hefur valið þá 16 leikmenn sem fara fyrir Íslands hönd á EM 18 ára landsliða í Króatíu 8. – 20. ágúst. Íslenska liðið leikur þar í D-riðli með Slóveníu, Svíþjóð og Póllandi.
Riðillinn er leikinn í Varaždin, nyrst í Króatíu. Þeim sem vilja fylgjast með gangi mála er bent á heimasíðu mótsins http://m18euro2018.com/
Leikir Ísland í riðlakeppninni:
9. ágúst kl. 14.30 Ísland – Pólland
10. ágúst kl. 14:30 Ísland – Svíþjóð
12. ágúst kl. 12.30 Slóvenía – Ísland *ATH íslenskir tímar.
Við FRAMarar erum stoltir af því að eiga einn fulltrúa í þessum lokahópi Íslands en markvörður okkar FRAMara Viktor Gísli Hallgrímsson var valinn frá FRAM.
Viktor Gísli Hallgrímsson FRAM
Gangi þér vel Viktor Gísli.
ÁFRAM FRAM