fbpx
Vefur

FRAMarar perluðu 1550 armbönd til styrktar Krafti

Í gær tókum við FRAMarar höndum saman með Krafti stuðningsfélagi fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og perluðum af Krafti.

Þar reyndum við, við Perlubikarinn svokallaðan en Perlubikarinn hlýtur það íþróttafélag og/eða bæjarfélag sem nær að perla, á fjórum klukkustundum, flest armbönd til styrktar Krafti.

Við vorum síðasta félagið til að taka þátt í þessum skemmtilega leik og ljóst að erfitt yrði að ná bikarnum þar sem langt er liðið á sumarið og margir komnir í frí.  Okkur gekk samt frábærlega náðum að perla 1550 armbönd sem setur okkur í  6 sætið á landinu.

Við áætlum að um 200 FRAMarar hafi mætt og perlað í gær sem er glæsilegt auk þess sem við náðum að safna kr. 200.000.- til styrktar krafti með sölu á armböndunum í FRAMhúsinu.

Þetta var virkilega skemmtileg stund og vel að henni staðið, Kraftur lagði til veitingar og alla umgjörð sem var sérlega glæsileg hjá þeim í Krafti.
Vel heppnuð uppákoma og vonandi nær Kraftur að selja öll þau armbönd sem  við FRAMarar perluðu í gær og hvetjum við alla til að kaupa sér armband og styrkja þannig Kraft.

Takk fyrir okkur FRAMarar, ÁFRAM  Kraftur.

Knattspyrnufélagið FRAM

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!