Handknattleiksdeild FRAM skrifaði í dag undir þriggja ára samning við markvörðinn Lárus Helga Ólafsson.
Lárus Helgi kemur til liðs við FRAM frá Aftueldingu þar sem hann hefur leikið að undanförnu.
Lárus Helgi er bróðir Þorgríms Smára sem leikur með FRAM og því verður spennandi að fylgjast með þeim bræðrum á komandi tímabili og mikill fengur að fá þennann flotta markmann í FRAM.
Velkominn í FRAM Lárus Helgi.
ÁFRAM FRAM