fbpx
Snillingar vefur

Skráning á FRAM Open 2018 hafinn, munið að bóka tímanlega.

FRAM Open hefur í gegnum tíðina einkennst af gleði, glaumi og snilldartilþrifum lærðra sem leikinna. Mótið er opið öllum FRÖMurum og velunnurum félagsins. Stemmningin sem skapast hefur á FRAM Open gerir það að verkum að gefa mætti út ríkisábyrgð fyrir skemmtilegum félagsskap en mótið tókst frábærlega í fyrra.

FRAM Open 2018 fer fram á golfvellinum Öndverðarnesi föstudaginn 10. ágúst og hefst klukkan 13:00.  Hyggilegt er að þátttakendur séu mættir á svæðið u.þ.b. hálftíma fyrr. Ræst verður út á öllum teigum kl. 13:00.

Skráning er hafin í síma 533-5600 eða á ludvik@fram.is

Athugið að það sem koma þarf fram í skráningu er:
Nafn leikmanns
Kennitala leikmanns
Forgjöf leikmanns 
Ósk um að leika í holli með ?

Netfang

Keppnisgjaldið er kr. 8.500.- og þarf að greiða við skráningu. 
Innifalið er mótsgjald, teygjöf og matur eftir mót. (lambalæri með „alles“)

Mikilvægt að allir skrái sig snemma því mótið var fullt í fyrra.

Knattspyrnufélagið FRAM

 

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!