FRAM-Open var haldið með pomp og prakt föstudaginn 10. ágúst. Veður var gott í Öndverðarnesi, mæting fín en 70 spilarar mættu til leiks. Mótið var allt hið skemmtilegasta, létt yfir öllum og það voru sagðar sögur á öllum brautum.
Reynir Stefánsson mótstjóri sjá til þessa að allir voru ræstir út stundvíslega kl. 13:05 og voru síðustu hóparnir að koma inn um kl. 17:30
Veitt voru verðlaun fyrir 1. sætið í höggleik karla og kvenna, verðlaun fyrir 3 efstu sætin í punktakeppni karla og kvenna.
Sigurvegarar í höggleik:
Steinunn Braga Bragadóttir 88 högg
Brynjar Jóhannesson 75 högg
Sigurvegarar í punktakeppni:
Sigurður Jón Jónsson 41 punkta
Brynjar Freyr Stefánsson 38 punkta
Viktor Guðmundsson 37 punkta
Kristín Ólafía Ragnarsdóttir 41 punkta
Katrín Hermannsdóttir 36 punkta
Magdalena M. Kjartansdóttir 35 punkta
Nándarverðlaun voru veitt á öllum par þrjú brautum, lengsta teighögg karla og kvenna á 7. braut, besta nýting vallar, ásamt því að dregið var úr skorkortum.
Allir fengu teiggjöf og góður matur í mótslok.
Vel heppnað mót og skipulag allt hið besta.
Knattspyrnufélagið FRAM þakkar þátttakendum og þeim sem mættu á mótið fyrir skemmtilegt mót og vonumst eftir að sjá ykkur að ári.
ÁFRAM FRAM