fbpx
FRAM - Bukarest vefur

Þorgrímur Smári skrifar frá Portúgal

Við strákarnir í FRAM fórum út til Portúgals í gærmorgun. Eftir langt ferðalag með millilendingu í Dublin voru menn ánægðir með að komast loks á leiðarenda. Við erum staddir í smábæ sem ber heitið Estarreja og er 20.000 manna smábær.

Í dag vöknuðum við klukkan 8 og eftir ágætis morgunmat klæddu menn sig í æfingargallann og tóku vel á því í lyftingarsalnum. Leiðin lá síðan upp í höll þar sem við æfðum í rúman klukkutíma. Róleg æfing því við áttum eftir að mæta meistaradeildarliðinu CSM Búkarest frá Rúmeníu seinna um daginn.

Frá hádegi til að verða fimm fengu menn síðan frítíma sem var nýttur út á sundlaugarbakkanum. Hitinn er bærilegur, 34 gráður, sem er reyndar svolítið mikið fyrir menn eins og Valtý Má Hákonarson.

Leikurinn byrjaði 18.30 og vildum við í FRAM standa fyrir dugnað, baráttu og hörku sem einkennir FRAM og okkar land. Við mættum brjálaðir til leiks og eftir 15 min vorum við yfir 10 – 4. Hálfleikstölur voru 12 – 8 fyrir okkur.
Í seinni hálfleik fór aðeins að draga úr okkur en við börðumst ennþá eins og ljón. Leikar enduðu með því að CSM Búkarest vann með 2 mörkum, 22 – 20. Innan raða Búkarestmanna eru margir landsliðsmenn. Það eru t.a.m þrír frá Brasilíu og einn frá Makedóníu.
Gummi þjálfari var ánægður með baráttuna og vinnusemina sem liðið sýndi. Á morgun eigum við síðan leik við lið frá Portúgal og vonandi höldum við áfram að byggja ofan á það sem fyrir er.

Annars er allt gott að frétta fyrir utan kannski matinn sem er boðið upp á hér á hótelinu. Maturinn er einhæfur en það er svo sem ekki langt í næstu búð svo við lifum þetta af. Leikmenn FRAM hafa einnig opnað Instagram aðgang sem ber nafnið Framhandbolti. Þar verða leikmenn duglegir að setja inn myndir af því sem er að gerast hverju sinni.
Endilega fylgjist þið með !

Þanngað til næst.

ÞSÓ

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!