fbpx
Æfingaferð Tékkland liðsmynd vefur

Æfingaferð mfl. kvenna til Hodonin og æfingamót að Hlíðarenda.

Meistaraflokkur kvenna kom heim s.l. sunnudag úr velheppnaðir æfingaferð á æfingamót sem haldið var í Hodonin í Tékklandi dagana 14. – 19. ágúst.

Ferðin gekk í allastaði vel, enda vel skipulögð.  Farið var út  þriðjudaginn 14. ágúst.  Flogið til Kaupmannahafnar og þaðan til Vínar, og síðan tók við um tveggja tíma akstur til Hodonin.  Það var því komið á áfangastað um kl. 22:00, eftir nokkuð langt ferðalag.

Á miðvikudaginn tók síðan við æfing og leikir upp á hvern dag, sá síðast á sunnudagsmorgun skömmu fyrir heimför.
Liðin sem leikið var við voru nokkuð misöflug en flest mjög sterk.  Leikið var við eftirtalin lið:

BNTU – BelAZ Misnk frá Hvíta Rússlandi
DHC Sokol Poruba frá Tékklandi
HK Hodonin frá Tékklandi
HC Lada frá Rússlandi
LC Bruhl Handball frá Sviss

Ekki kannski lið sem eru í fréttum á hverjum degi.  Liðin frá Rússlandi og Hvita Rússlandi eru þó t.d. atvinnumannalið og HC Lada hefur verið eitt af topp þremur liðum í Rússlandi undanfarin ár.

Það er skemmst frá því að segja að leikirnir gengu almennt vel.  Líklega var besti leikur Fram á móti fyrnasterku liði HC Lada þar sem HC Lada var tveimur mörkum yfir þegar skammt var til leiksloka, en lokatölur urðu 28 – 33.

Mikill hiti var í Tékklandi þessa viku og hefur undirritaður ekki komist í slíkan hita fyrr.  Mesti hiti sem sást á mæli út á götu var 36°.  Hitastigið inní íþróttahöllinni fór ekki niður fyrir 30° og varð mest 33°.  Nokkuð heitt til að spila handbolta.

Síðasti leikurinn var snemma á sunnudagsmorgun og síðan haldið heim á leið sömu leið og út.  Það var því gott að koma út í kulið í Keflavík um miðnætti á sunnudag.

Við fengum góðan gest til okkar einn daginn en Pavla Nevarilova (Paja) sem lék með Fram fyrir nokkrum árum heilsaði upp á okkur, en hún býr í um klukkustundar fjarðlægð frá Hodonin.

Í heild góð ferð og fínir leikir þar sem allir komust heim ómeiddir og fengum við í lokin boð um að koma aftur að ári.

Eftir smá hvíld tekur síðan við æfingamót á fimmtudaginn.  Bauhaus mótið sem spilað er í Valsheimilinu á Hlíðarenda.  Þar spilar Fram við Selfoss, Val og Stjörnuna og eru leikirnir þannig:

Fim. 23. ágúst kl. 17:30                   Fram – Selfoss
Fös. 24. ágúst kl. 17:30                   Valur – Fram
Lau. 25. ágúst kl. 12:45                   Fram – Stjarnan

Framarar endilega að mæta og líta á stelpurnar

Kveðja liðsstjórinn

 

 

 

 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!