Allt gott að frétta héðan frá Portúgal.
Hér verður aðeins stiklað á stóru en dagskráin í suðrinu gerir löngum skrifum erfitt fyrir.
Líkt og aðra morgna byrjaði þriðjudagurinn á morgunmat 08.00 og æfingu í kjölfarið. Menn voru misþreyttir eftir leikinn gegn CSM Búkarest og því var æft út frá því.
Næstu andstæðingar okkar var liði AA Avanca, lið sem hafnaði í 5. sæti í portúgölsku deildinni í fyrra. Hitinn í höllinn var óbærilegur enda 34 gráður búnar að vera yfir daginn og engin loftkæling í húsinu. Portúgalarnir leiddu í hálfleik með 3-4 mörkum og síðan enduðu leikar í markatölunni 22 – 19 fyrir heimamönnum. Avanca er með hörku lið sem var alltaf skrefi á undan í leiknum. Það vantaði smá upp á neistann og ákefðina í fyrri hálfleik en við gerðum betur í seinni hálfleik. Gaman að segja frá því að Þorgeir Bjarki spilaði sínar fyrstu mínútur fyrir FRAM eftir erfið meiðsli og skoraði 2 mörk, gleðifréttir fyrir hann og félagið.
Í gær, miðvikudaginn, hélt ballið áfram. Eftir æfingu var komið að frítíma, sem menn nýttu við sundlaugarbakkann eða í verslunarleiðangri. Keppinautar dagsins voru að þessu sinni ISMAI frá Portúgal. Lið sem hafnaði í 8-9. sæti í efstu deild í fyrra. Nokkrir leikmenn fengu hvíld þar sem álagið hefur verið mikið. Leikurinn tapaðist 29 – 28. Baráttan var hins vegar mjög góð og spiluðu allir leikmenn vel.
Eftir báða leikina hafa heimamenn boðið okkur út að borða, á veitingastað í næsta nágrenni við keppnishöllina. Viðmótið er frábært hjá fólkinu hér og hefur ferðin gengið vel fyrir sig. Portúgalarnir eru hrifnir af því að masa út í eitt á eigin tungumáli við okkur og við svörum á móti ,,No comprende”.
Næst á dagskrá:
Í dag, er frí dagur. Ætlunin er að fara niður að strönd og borða saman góðan mat. Næsti leikur er á móti stórliði FC Porto á laugardaginn í samnefndri borg. Hendum jafnvel í einn pistill áður en yfir líkur.
Biðjum að heilsa heim.
Kv. ÞSÓ og leikmenn FRAM