fbpx
Valdi skorar

Jafnt í fyrsta leik Olísdeildar karla

Olísdeild karla rann afstað í dag, okkar fyrsti leikur í deildinni þetta árið var ekki að minni gerðinni risaslagur við nágranna okkar í Val á heimavelli í Safamýrinni.  Valsmenn með mjög vel mannað lið og búnir að bæta við sig nokkrum stórum nöfnum frá því fyrra.  Gárungarnir nefna liðið „peningavélina“ með tilvísum í gömlu „mulningsvélina“ ekki ætla ég að leggja mat á þetta en vel mannað  og flott lið sem mætti í Safamýrina.

Við mættum líka með nokkurð breytt lið, þó nokkur ný nöfn á skýrslunni í dag, ungir leikmenn í bland við reynslu menn úr deildinn og gamla FRAMara sem snúið hafa heim.  Ljóst að okkar lið er með meiri breidd þetta árið og það verður meiri samkeppni um sæti í liðinu og því fróðlegt að sjá hvernig við spjörum okkur þetta tímabilið.

Leikurinn fór rólega afstað, liðunum gekk ekki sérlega vel að skora og pínu basl á okkur sóknarlega.  Varnarlega vorum við ágætir og fín barátta í liðinu.  Staðan eftir 10 mín. 3-4.
Við misstum þá svo aðeins frá okkur en héldum alltaf áfram að berjast og það skilaði alltaf mörkum, Valdi kom inn á línuna og Þorsteinn Gauti sem gaf okkur meiri sóknarþunga.

Staðan eftir 20 mín. 7-9.  Þetta hélt svona út hálfleikinn, við að elta og okkur gekk ekki vel að skora. Þurftum að hafa mikið fyrir hverju marki.  Staðan í hálfleik 10-13.

Margt gott í þessum hálfleik og baráttan í liðinu til fyrirmyndar.

Leikurinn þróaðist svipað og fyrri hálfleikur, við náðum að halda muninum í þetta 1-3 mörkum og þetta var basl. Við þurftum að hafa mikið fyrir hverju marki en héldum alltaf áfram og það skilar sér alltaf að berjast.

Náðum að jafna leikinn fyrst í 21-21 eftir um 50 mín.  en misstum þá aftur framúr okkur en náðum að jafna í 23-23 og komast yfir 24-23 og 25-24.
Við fengum svo góða sókn til að klára leikinn en náðum ekki að setja mark og leiktíminn fjaraði út. Lárus Helgi tók reyndar síðasta skot leiksins en frekar auðveldlega.
Lokatölur í dag 25-25.

Leikurinn í held ekkert sérstakur, haustbragur á liðinu en margt gott.  Baráttan í liðinu til fyrirmyndar, varnarleikurinn bara nokkuð góður en sóknarleikur okkar þarf að slípast betur.  Markmenn okkar áttu þokkalegan dag og nokkrar mjög mikilvægar vörslur sem skiptu gríðarlegu máli, gott að fá Lárus Helga inn í markvarðarhópinn.

Erfitt að taka einhvern út úr okkar liði, margir sem lögðu í púkkið og liðið fær hrós fyrir baráttu og vilja. Mikilvægt stig í húsi og það er það sem við tökum með okkur úr þessum leik.

Næsti leikur er gegn FH í Krikanum eftir slétta viku.
ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!