Hæfileikamót N1 og KSÍ fyrir drengi fer fram í Kórnum 22.-23. september. Mótið er fyrir árgangana 2004 og 2005, en aðaláherslan er á 2004 árganginn.
Mótið er undirbúningur fyrir val á U15 sem hefur æfingar strax í október.
Valinn hefur verið stór hópur sem tekur þátt í þessum æfingum, Hæfileikamóti KSÍ og N1.
Við FRAMarar erum stoltir af því að eiga þrjá fulltrúa í þessum æfingahópi en þeir sem voru valdir frá FRAM að þessu sinni eru:
Sigfús Árni Guðmundsson FRAM
Torfi Geir Halldórsson FRAM
Sigmar Þór Baldvinsson FRAM
Gangi ykkur vel.
ÁFRAM FRAM