fbpx
Vefur

Tap í Meistarakeppni HSÍ

Fyrsti leikur handboltavertíðar kvenna var leikinn í kvöld á okkar heimavelli þegar við mættum Haukum í Meistarakeppni HSÍ.  Ekki mikið undir í þessum leik en bikar og titillinn meistari meistaranna.
Ágætlega mætt en dauf stemming í húsinu.

Leikurinn í kvöld byrjaðið frekar rólega og var ekkert sérlega vel leikinn, mikið um mistök, fá mörk og svona flumbrugangur á okkar liði.  Leikurinn var jafn og jafnt á flestum tölum, staðan eftir 15 mín. 5-5.
Haukur tóku svo aðeins frumkvæðið fram að hléi en munurinn ekki mikill. Staðan í hálfleik 10-12.

Mér fannst við ekki leika vel í þessum hálfeik og ljóst að við þyrftum að gera mun betur í þeim síðari.
Enginn sem skaraði framúr og fátt um fína drætti.

Síðari hálfleikur var því miður lítið betri, sóknarleikur okkar gekk illa, ómarkviss og fyrirsjáanlegur.  Varnarlega vorum við langt frá okkar best og markvarslan í þessu leik í samræmi við það.  Við vorum undir lengst af en náðum að jafna leikinn þegar um 6 mín. voru eftir, 19-19.  Þá áttum við smá kafla þar sem við sýndum alvöru leik en hann fjaraði út hratt og örugglega.  Lokatölur 19-22.

Mér fannst við spila illa í þessum leik, varnarleikurinn langt frá því að vera í lagi, sóknarleikurinn slakur og markvarslan enginn.  Það er ekki uppskrift að góðum úrslitum, margir leikmenn langt frá sínu besta, enginn gleði í liðinu, frekar pirringur og áhugaleysi sem var frekar leiðinlegt að sjá.  Þó þessi leikur skipti svo sem engu þá er ljóst að við þurfum að gera mun betur þegar Íslandsmótið hefst í næstu viku.  Fyrsti leikur okkar í Olísdeildinni verður á Selfossi á þriðjudag, þá vil ég allavega sjá bros á mannskapnum.

Sjáumst á Selfossi

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!