Axel Stefánsson þjálfari A-landsliðs kvenna hefur valið 21 leikmann fyrir tvo vináttulandsleiki við Svía sem fram fara í Schenker-höllinni í Hafnarfirði fimmtudaginn 27. september kl. 19.30 og laugardaginn 29. september kl. 16.00. Hópurinn kemur saman 24. september.
Við FRAMarar erum stoltir af því að eiga þrjá fulltrúa í þessu landsliðshópi en þær sem voru valdar frá FRAM að þessu sinni eru:
Ragnheiður Júlíusdóttir Fram
Karen Knútsdóttir Fram
Þórey Rósa Stefánsdóttir Fram
Auk þess var Steinunn Björnsdóttir valinn en gat ekki gefið kost á sér að þessu sinni.
Gangi ykkur vel.
ÁFRAM FRAM