fbpx
Valdi gegn ÍBV vefur

Tap í Olísdeild karla

Strákarnir okkar í handboltanum mættu FH í Olísdeildinni í kvöld og var leikið í Kaplakrika.  Ljóst að um erfiðan leik yrði að ræða en ég las það á FH síðunni  að þetta væri skildu sigur fyrir FH. Gaman að heyra svona og vonandi náði Guðmundur þjálfari að nota þetta í undirbúningnum fyrir leikinn.

Strákarnir okkar mættu vel til leiks og voru greinilega stemmdir fyrir verkefninu. Leikurinn þróaðist samt eins og við mátti búast, andstæðingurinn leiddi fyrri hálfleikinn að mestu, við náðum að jafna nokkrum sinnum en aldrei að komast yfir.  Sýndum oft flottan leik og baráttan í liðinu til fyrirmyndar. Ljóst að við ætluðum ekki að gefa neitt.  Við vorum svo klaufar undir lok háfleiksins og misstum þá aðeins fram úr okkur, staðan í hálfleik 16-13 sem var mesti munurinn í leiknum fram að þessu.
Dálítð fúlt að enda þennan hálfleikinn með þessum hætti og pínu óþarfi.  Ljóst að við yrðum að gefa allt í síðari hálfleikinn ef við ætluðum að ná í stig.

Síðar hálfleikur byrjaði því miður illa og það má segja að við höfum í raun tapað leiknum á þessum kafla. Við misstum þá mest sex mörk fram úr okkur í stöðunni 21-15.  Þennan mun náðum við aldrei að minnka að neinu ráði, náðum þessu niður í 3 mörk en lengra komumst við ekki.  Við kláruðum samt  leikinn með sóma og lokatölur í kvöld 29-27.

Margt gott um þennan leik að segja, margir að leggja í púkkið, níu leikmenn sem skoruðu mark og  baráttan til fyrirmyndar.  Við hefðum þó á köflum mátt vera aðeins skynsamari, klókari og verðum að velja skot og færi betur.   Varnarleikur okkar þarf að batna en allir að leggja sig fram og þá fáum við örugglega fleiri bolta varða.  Markverðir okkar voru samt með 14 bolta en þurfum aðeins fleiri til að ná í sigur.

Næsti leikur verður á laugardagskvöld kl. 18:00 gegn KA og þar þurfum við að ná í stig, fróðlegt að spila á þessum tíma en það verður tvíhöfði því stelpurnar munu spila á eftir strákunum eða  kl. 20:00.  Það verður því tvíhöfðapartý í FRAMhúsi á laugard. Langt fram á kvöld. Sjáumst á laugardag.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!