Um helgina fór fram Reykjavíkurmótið í handbolta 4. fl.karla. Mótið var haldið hjá okkur í FRAM og var leikið á bæði yngri og eldra ári.
Strákarnir okkar í 4. fl. ka. yngri FRAM 1 og FRAM 2 léku sérlega vel og bæði okkar lið urðu Reykjavíkurmeistarar í sínum styrkleikaflokki.
Strákarnir unnu alla sína leiki og voru virkilega sannfærandi á þessu móti.
Til hamingu FRAMarar
ÁFRAM FRAM