fbpx
FRAM - KA vefur

Flottur sigur hjá FRAM Olísdeild karla

Strákarnir okkar í handboltanum mættu KA í Olísdeildinni í kvöld, sérkennilegur spil tími en bara þokkalega mætt í FRAMhúsið.

Það er skemmst frá því að segja að við FRAMarar unnum þennan hörkuleik 26-21.  Gríðarlega mikilvægur sigur á brögðóttu norðanliði.

Við byrjum leikinn ágætlega, liðin skiptust á að hafa forskot en KA náði að komast yfir þrjú mörk undir lok hálfleiksins en við náðum góðum kafla rétt í lokin og náðum að jafna í 12-12 og það var staðan í hálfleik.

Síðari hálfleikur byrjaði svo vel við náðum að komast yfir fjögur mörk 18-14 en þá settu þeir á okkur fimm í röð og komin spenna í húsið. Við náðum svo vopnum okkar og komumst yfir aftur, þá forrustu létum við aldrei af hendi og unnum að lokum sannfærandi sigur 26-21.

Í heildina góður leikur hjá okkur, mikil og góð barátta í liðinu.  Toggi og Gauti virkilega fínir og Viktor var með c.a 15 bolta.

Góður sigur og næsti leikur er ekki fyrr en í október, fylgist því með.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!