fbpx
Ragnheiður gegn Val vefur

Glæsilegur sigur FRAM kvenna

FRAM stelpur mættu Val í Olísdeildinni í kvöld, leikurinn byrjaði kl. 20:00 á laugardagskvöldi og merkilega margir í FRAMhúsinu.  Fín stemming, kannski bara fínn tími til að spila handbolta, þetta kvöld tókst allavega vel.

Það er skemmst frá því að segja að FRAM stelpurnar léku gríðarlega vel í kvöld og unnu virkilega sannfærandi sigur í hörkuleik 25-23.  Gaman að horfa á okkar lið í kvöld.

Við byrjum leikinn ágætlega, tóku forrustuna strax og héldum henni allan hálfleikinn. Leikurinn mjög jafn framan af en svo náðum við þremur mörkum á þær sem við misstum niður en náðum að rétta úr kútnu rétt fyrir hálfleik. Staðan í hálfleik 12-9.
Mér fannst við vera að spila vel og vorum þéttar á öllum sviðum.

Síðari hálfleikur byrjaði líka vel, við náum strax góðu forskoti og lítum bara vel út, bullandi barátta og gleði í okkar liði.   Við vorum mikið útaf á tímabili en héldum það mjög vel út, flottur karakter á þeim tíma.  Við tókum svo leikinn í okkar hendur og vorum komnar í flotta stöðu þegar 5. mín. voru eftir 25-20 en gerðum ekki mark eftir það.
Það dugði samt í kvöld og sigurinn aldrei í hættu.

Ég var gríðarlega ánægður með liðið okkar í kvöld, ljóst frá upphafi að við ætluðum að vinna, við fögnuðum mörku og gleði í liðinu.  Vel gert stelpur.

Góður sigur og næsti leikur er 6. október gegn Stjörnunni á útivelli, ekki gleyma því.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email