fbpx
FRAMhús vefur

Pedro og Óli ekki áfram þjálfarar meistaraflokks karla

Knattspyrnufélagið Fram hefur ákveðið að endurnýja ekki samninga við Pedro Hipolito þjálfara meistaraflokks karla í knattspyrnu og Ólaf Brynjólfsson aðstoðarmann hans.

Rekstur Fram í Inkassódeildinni hefur verið mjög þungur. Rekstrarumhverfi félaga í knattspyrnu á Íslandi er umhugsunarefni og mun erfiðara er að fá fjármagn en áður til að halda úti öflugu liði. Það þarf því að huga vel að öllum fjárhag og skuldbindingum. Einnig reynist erfitt að fá sjálfboðaliða til starfa og hefur því mikil vinna færst á fáar hendur. Þetta kallar á ákveðnar breytingar.

Við ætlum að fara dálítið í grunnhugmyndafræðina og byggja lið okkar á ungum og efnilegum Frömurum. Ætlum að byggja innan frá og til framtíðar. Hugsanlega að taka eitt skref til baka áður en við getum tekið tvö áfram. Að auki verður farið í að skoða að fá til liðs við okkur leikmenn sem falla að hugmyndafræði Fram. Við munum einnig endurskoða allan rekstur og umgjörð kattspyrnudeildar. Í framhaldi af þessu hefur verið samþykkt stefna og markmið meistaraflokks karla til næstu ára sem verður birt á heimasíðu félagsins á næstu dögum. Það eru okkar væntingar að Fram muni eiga sæti í úrvalsdeild áður en um langt líður og þangað stefnum við, en þurfum að komast þangað á réttum forsendum.

Pedro og Ólafi eru þökkuð kærlega þeirra góðu störf í þágu félagsins.

Aðalstjórn leitaði til okkar um að leiða þess vinnu. Við munum í kjölfarið leita eftir öflugu fólki til að vinna með okkur. Þeir sem eru áhugasamir geta haft samband við undirritaða og lagt sitt af mörkum fyrir Fram.

f.h.
Aðalstjórnar Knattspyrnufélagsins FRAM

Lúðvík Þorgeirsson ludvik@fram.is
Kristinn Traustason kristinn.steinn.traustason@gmail.com
Daði Guðmundsson dadi@fram.is

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!