fbpx
Verðlaunahafar 2018

Vel heppnuð uppskeruhátið Knattspyrnudeildar, Guðmundur bestur.

Í gær fór fram uppskeruhátið knattspyrnudeildar FRAM. Eins og venjulega var fjör og fjölmenni, létt yfir mannskapnum þrátt fyrir heldur brösótt tímabil. Maturinn bragaðist príðilega og strákarnir í 2. fl.ka. settu upp óvænta söngskemmtun en ljóst að þeir þurfa að leggja meiri rækt við söngþjálfun á næstu árum.

Veitt voru verðlaun fyrir áfangaleiki og voru þrír leikmenn verðlaunaðir fyrir að ná 100 leikjum fyrir FRAM.

Áfangaleikir:

100 leikir             Orri Gunnarsson
100 leikir             Guðmundur Magnússon
100 leikir             Hlynur Magnússon

Felstir komnir vel yfir hundrað leiki og sumir farnir að nálgast 200.

Leikmenn og þjálfarar 2.flokks karla, kusu besta og efnilegasta leikmann flokksins árið 2018.  Afar mjótt var á munum en á endanum voru það fyrirliðinn Alex Bergmann Arnarsson og Hermann Björn Harðarson  sem urðu fyrir valinu.
Efnilegasti leikmaður FRAM í 2. flokki karla var valinn Hermann Björn Harðarson.

Besti leikmaður FRAM í 2. flokki karla var valinn
Alex Bergmann Arnarsson.

Leikmenn og þjálfari meistaraflokks karla gerðum hið sama og völdu besta og þann efnilegasta í flokknum fyrir keppnisárið 2018. Ef grun um að þar hafi ekki verið eins mótt á munum.

Efnilegasti leikmaður FRAM í  mfl. karla var valinn
Már Ægisson.
Már lék 25 leiki fyrir FRAM í sumar, gerði í þeim 3 mörk, Már lék virkilega vel með FRAM í sumar á sínu fyrsta keppnis ári.

Besti leikmaður FRAM í mfl. karla var valinn
Guðmundur Magnússon.
Það val kom að ég held fáum óvart.  Guðmundur lék mjög vel í sumar, gerði 26 mörk í þeim 35 leikjum sem hann lék fyrir félagið og var klárlega okkar besti leikmaður í sumar.

Eftir verðlaunaafhendingar var opið hús, þá bættust meistaraflokkar karla og kvenna í handbolta í hópinn, skemmtu sér með strákunum  og svo var dansað fram á nótt.

Vel heppnuð hátið sem tókst vel, til hamingju FRAMarar

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!