fbpx
uppskeruhatid-vefur

Uppskeruhátíð unglingaráðs knattspyrnudeildar FRAM miðvikudaginn 10. október kl. 17:30 í FRAMhúsi

Unglingaráð Knattspyrnudeildar FRAM heldur hina árlegu uppskeruhátíð sína miðvikudaginn 10. október kl. 17:30 í veislusal FRAM í Safamýri 26.

Nokkrir leikmenn 3.-6. flokks verða heiðraðir fyrir góða frammistöðu og framfarir. Allir iðkendur í 7. og 8. flokki fá viðurkenningu. Eiríksbikarinn verður afhentur fyrir fyrirmyndarframmistöðu innan vallar sem utan og Framdómari ársins verðlaunaður

Að verðlaunaafhendingu lokinni er iðkendum, þjálfurum og foreldrum boðið upp á veitingar.

Allir knattspyrnumenn FRAM eru boðnir velkomnir á hátíðina, sem og fjölskyldur þeirra.

Foreldrar eru sérstaklega hvattir til að koma með börnum sínum.

Hlökkum til að sjá ykkur.

Barna- og unglingaráð FRAM.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email