fbpx
Þórey Rósa vefur

Risa sigur í Mýrinni

Stelpurnar okkar í handboltanum mættu Stjörnunni í Olísdeildinni í kvöld. Enn og aftur leikið á þessu sérkennilega tíma kl. 19:30 á laugardegi. Samt furðu vel mætt eftir því sem ég best veit, en fréttaritari komst ekki á leikinn.

Það er samt eins og okkar lið sér sérlega vel stemmt á þessu tíma dags því við hreinlega völtuðum yfir andstæðinginn strax frá upphafi.  Basti og hans fólk greinilega ekki vaknað.

Við mættm vel til leiks og lékum vel sérstaklega sóknarlega, samkvæmt heimildarmanni þá vorum við að fá á okkur heldur mikið af mörkum, en að skora 20 mörk í einu hálfleik veit á gott.   Mjög góður hálfleikur hjá okkar stelpum, þetta er greinilega tími sem hentar okkar stelpum.  Staðan í hálfleik 11-20.
Ljóst við þyrftum ekki að spila sérlega vel til að klára þennan leik.
Síðari hálfleikur byrjaði vel og við kláruðum hann endanlega á fyrstu 10-15 mín. leiksins.  Þórey Rósa var látin hlaupa fyrir allan peninginn ( var með 14 mörk) og varnarleikur okkar góður. Staðan eftir c.a 43 mín.  16 -33.
Stefán að verða rólegur, farinn að rúlla liðinu.
Heimildarmaður minn sagði að okkar fyrrum leikmaður og gæðablóð Lísa, hafi gefið Ragnheiði Júl hörku kjaftshögg í byrjun seinni og eftir það hvíldi Ragheiður að mestu.  Ljóst að það hefur verið einhver hundur í Lísu sem er annars gæðablóð og heiðarlegur leikmaður. En þessi leikur fór eitthvað í skapið á okkar fyrrum samherjum og ljái ég þeim það ekki. Rassskellur er aldrei góður frá fyrrum samherjum.

Við kláruðum þennan leik svo með sóma og lokatölur svipaðar og í leik sem ég sagði frá í spænsku deildinni  með Barcelóna. Ekki að ég sé að líka okkar stelpum við það stórveldi.
Lokatölur 24-47.

Virkilega flottur leikur og flott stemming í okkar liði.  Við lítum vel út núna, bara gaman.

Næsti leikur er á heimavelli gegn Haukur það verður hörkuleikur, sjáumst á miðvikudag.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!