fbpx
Gauti gegn val vefur

Tap gegn Haukum í Olísdeild karla

Strákarnir okkar í handboltnum mættu Haukum að Ásvöllum í dag.  Ljóst að við yrðum að spila mjög vel, Haukar með mjög vel mannað lið.

Leikurinn byrjaði ágætlega en í stöðunni 3-3 misstum við þá frá okkur og við náðum ekkert í skottið á þeim fyrr en í stöðunni 9-8, eftir ágæta rispu.  Við náðum að halda aðeins í við þá en áttum svo vondan kafla undir lokin og staðan í hálfleik 18-14. Vont að ná ekki að klára hálfleikinn betur.

Það er mikið að fá á sig 18 mörk og ljóst að við þyrftum að gera betur sérstaklega varnarlega.

Síðari hálfleikur byrjaði svo ágætlega, stóðum betur varnarlega og fengum auðveld mörk, staðan eftir 40 mín.  21-20.  Við náðum ekki að fylgja þessu eftir, misstum þá jafnt og þétt fram úr okkur og áður en við vissum af var munurinn kominn í 6 mörk.  Okkur gekk illa að skora og þeir keyrðu yfir okkur.
Við náðum að minnka muninn í 3 mörk þegar um 5 mín. voru eftir en þá þurfa menn að taka smá áhættu og það gekk ekki upp í dag. Lokatölur 34 -28.

Við vorum ekki að spila nógu vel í dag, varnarlega vorum við ekki að ráða við verkefnið og fengum á okkur mikið af mörkum úr opnum færum.  Sóknarlega vorum við á löngum köflum hægir að mér fannst og Haukarnir náðu að lesa okkur vel.  Mér fannst vanta meiri vilja og kraft í okkur í dag, pínu flatt allt hjá okkur.  Það vantaði bara meiri trú á verkefnið að mér fannst, veit að við getum gert mun betur.

Næsti leikur verður á heimavelli gegn Akureyri um næstu helgi, fylgist með.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Karfa0
There are no products in the cart!
Halda áfram að versla
0