fbpx
Ragnheiður gegn Haukum vefur

Flottur sigur á Haukum í Olísdeild kvenna

Við FRAMarar mættum Haukum í Olísdeild kvenna í FRAMhúsi í kvöld.  Ekki lagt síðan við mættum Haukum á sama stað í Meistarakeppni HSÍ þar sem við töpuðum nokkuð illa.
Haukar með flott lið sem er til alls líklegt á vetur.

Leikurinn bryrjaði vel og jafnt á öllum tölum rétt til að byrja með en svo tóku Haukar frumkvæðið, þær voru  betri en við í fyrri hálfleik.  Við náðum aðeins að klukka þær nokkrum sinnum  í hálfleiknum og jafna leikinn en þær refsuðu okkur grimmt fyrir slakan varnarleik.  Staðan í hálfleik 13-16.

Varnarleikur okkar í fyrri hálfleik hreinlega slakur og markvarslan enginn.  Mér fannst við ekki vera í vandræðum sóknarlega, fengum færi en vorum ekki að velja bestu möguleiknana og skutum ekkert sérstaklega vel. Ljóst að við þyrftum að laga varnarleikinn í síðari hálfleik ef ekki ætti illa að fara.

Stefán breytti um varnarleik og það gekk vel, við vorum búnar að jafna leikinn á innan við þremur mínútum og Haukar í vandræðum.  Leikurinn var svo í járnum næstu mín. lítið skorað en við tókum svo öll völd á vellinum.  Varnarleikur okkar small og við fengum varin skot. Jafnt og þétt náðum við forskoti sem við létum aldrei af hendi og unnum að lokum mjög sannfærandi sigur. 31-22.

Haukar skoruðu 3 mörk á fyrstu 26 mín. seinni hálfleiks og það segir allt sem segja þarf um okkar varnarleik, hann var til fyrirmyndar. Magnað að sjá algjöran viðsnúning í okkar varnarleik. Sóknarleg voru við fínar að mestu, Ragnheiður og Karen mjög góðar í kvöld, Steinunn og Þórey til fyrirmyndar og gott að sjá Lenu í stærra hlutverki.   Í heildina mjög góðu sigur og síðari hálfleikur mjög sannfærandi í alla staði. Vel get stelpur.

Næsti leikur er eftir tæpa viku á útivelli gegn HK í Digranesi, sjáumst í Kópavogi.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!