fbpx
Ragnheiður gegn Haukum vefur

Flottur sigur á Haukum í Olísdeild kvenna

Við FRAMarar mættum Haukum í Olísdeild kvenna í FRAMhúsi í kvöld.  Ekki lagt síðan við mættum Haukum á sama stað í Meistarakeppni HSÍ þar sem við töpuðum nokkuð illa.
Haukar með flott lið sem er til alls líklegt á vetur.

Leikurinn bryrjaði vel og jafnt á öllum tölum rétt til að byrja með en svo tóku Haukar frumkvæðið, þær voru  betri en við í fyrri hálfleik.  Við náðum aðeins að klukka þær nokkrum sinnum  í hálfleiknum og jafna leikinn en þær refsuðu okkur grimmt fyrir slakan varnarleik.  Staðan í hálfleik 13-16.

Varnarleikur okkar í fyrri hálfleik hreinlega slakur og markvarslan enginn.  Mér fannst við ekki vera í vandræðum sóknarlega, fengum færi en vorum ekki að velja bestu möguleiknana og skutum ekkert sérstaklega vel. Ljóst að við þyrftum að laga varnarleikinn í síðari hálfleik ef ekki ætti illa að fara.

Stefán breytti um varnarleik og það gekk vel, við vorum búnar að jafna leikinn á innan við þremur mínútum og Haukar í vandræðum.  Leikurinn var svo í járnum næstu mín. lítið skorað en við tókum svo öll völd á vellinum.  Varnarleikur okkar small og við fengum varin skot. Jafnt og þétt náðum við forskoti sem við létum aldrei af hendi og unnum að lokum mjög sannfærandi sigur. 31-22.

Haukar skoruðu 3 mörk á fyrstu 26 mín. seinni hálfleiks og það segir allt sem segja þarf um okkar varnarleik, hann var til fyrirmyndar. Magnað að sjá algjöran viðsnúning í okkar varnarleik. Sóknarleg voru við fínar að mestu, Ragnheiður og Karen mjög góðar í kvöld, Steinunn og Þórey til fyrirmyndar og gott að sjá Lenu í stærra hlutverki.   Í heildina mjög góðu sigur og síðari hálfleikur mjög sannfærandi í alla staði. Vel get stelpur.

Næsti leikur er eftir tæpa viku á útivelli gegn HK í Digranesi, sjáumst í Kópavogi.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Karfa0
There are no products in the cart!
Halda áfram að versla
0