Guðmundur Þ. Guðmundsson landsliðsþjálfari Íslands karla í handbolta kynnti í dag þá 19 leikmenn sem hafa verið valdir til þess að taka þátt í undirbúningi fyrir tvo leiki í undankeppni EM 2020 sem fram fara 24. og 28. október næstkomandi.
Um er að ræða leiki gegn Grikkjum í Laugardalshöll miðvikudaginn 24. og gegn Tyrkjum ytra 28. október.
Við FRAMarar erum stoltir af því að eiga einn fulltrúa í þessum landsliðshópi Íslands en Viktor Gísli Hallgrímsson var valinn frá FRAM að þessu sinni.
Gangi þér Viktor Gísli
ÁFRAM FRAM