Það var fjölmennur hópur FRAMara sem mætti í FRAMhúsið á miðvikudag á uppskeruhátið yngri flokka FRAM í fótbolta. Það var ansi þröngt um mannskapinn en allir sáttir. Það er ljóst að það er orðið erfitt fyrir okkur að halda svona stóra samkomu í FRAMhúsinu án þess að taka íþróttasalinn undir eða hreinlega tvískipta hópnum.
Eins og hefð er fyrir þá voru veitt verðlaun í öllum flokkum og síðan var öllum boðið upp á veitingar.
Daði Guðmundsson rekstrarstjóri knattspyrnudeildar stjórnaði hátiðinni en leikmenn meistaraflokks karla og þjálfarar félagsins sáu um að afhenda krökkunum verðlaunin.
Allir iðkendur í 8. og 7. fl. karla og kvenna fengu verðlaunapening en í 6, 5, 4 og 3. flokki voru veitt tvenn verðlaun, besti leikmaður og verðlaun fyrir framfarir.
Strákarnir í D2-liði 5.flokks fengu sérstaka viðurkenningu en þeir náðu þeim frábæra árangri að vinna alla 12 leiki sína á Íslandsmótinu og enduðu þar með á toppnum í sínum riðli með markatöluna 69-6. Geri aðrir betur.
Að lokum var FRAMdómari ársins valinn og Eiríksbikarinn afhentur.
Það er hefð fyrir því að veita einum leikmanni yngri flokkanna Eiríksbikarinn sem er gefinn af Ríkarði Jónssyni, landsliðsmanni Fram til margra ára, til minnigar um Eirík K Jónsson knattspyrnumann Fram. Eiríksbikarinn er veittur þeim einstaklingi sem með ástundun sinni og framkomu innan sem utan vallar er sjálfum sér og félaginu til sóma.
Að þessu sinni var það Auður Erla Gunnarsdóttir leikmaður 2.flokks sem hlaut Eiríksbikarinn.
Framdómari ársins 2018 var valinn Finnlaugur Pétur Helgason og hlaut hann yfirburða kosningu. Finnlaugur dæmdi fjölda leikja fyrir félagið í sumar og er það félaginu mikils virði að eiga slíka sjálfboðaliða innan sinna raða.
Þeir sem fengu verðlaun á uppskeruhátíðinni á miðvikudag voru:
6. fl. karla
MESTU FRAMFARIR: Stefán Smári Bridde
BESTI LEIKMAÐURINN: Viktor Bjarki Daðason
6. fl. kvenna
MESTU FRAMFARIR: Karen Dögg Hallgrímsdóttir
BESTI LEIKMAÐURINN: Nadía Karen Aziza Lakhlifi
5. fl. karla
MESTU FRAMFARIR: Heiðar Davíð Wathne
BESTI LEIKMAÐURINN: Breki Baldursson
5. fl. kvenna
MESTU FRAMFARIR: Embla Dögg Aðalsteinsdóttir
BESTI LEIKMAÐURINN: Sara Rún Gísladóttir
4. fl. karla
MESTU FRAMFARIR: Kristjón Örn Vattnes Helgason
BESTI LEIKMAÐURINN: Sigmar Þór Baldvinsson
4. fl. kvenna
MESTU FRAMFARIR: Jóhanna Kristín Kristinsdóttir
BESTI LEIKMAÐURINN: Karen Lind Ingimarsdóttir
3. fl. karla
MESTU FRAMFARIR: Árni Bjartur Jónsson
BESTI LEIKMAÐURINN: Guðlaugur Rúnar Pétursson
3. fl. kvenna
MESTU FRAMFARIR: Nótt Benediktsdóttir
BESTI LEIKMAÐURINN: Hrafnhildur Líf Jónsdóttir
Framdómari ársins
Finnlaugur Pétur Helgason
Eiríksbikarinn
Auður Erla Gunnarsdóttir
Til hamingju og takk fyrir tímabilið.